Sif 8!
Laugardagur 20. nóvember 2004 [Sett á netið 16. desember 2004]
[Sif's 8 year old birthday in Fremont.]
Þennan dag var haldið upp á 8 ára afmæli Sifjar sem býr með foreldrum sínum í Fremont. Að venju var afmælið með sérstakt "þema" og í ár var " hundaþema" í boði birthdayexpress.com :)
Anna Sólrún kát, enda á leiðinni í partý! :)
Finnur og Anna fyrir framan risa hunda-hoppukastalann!
Gestir í stóru stofunni, Siggi, Lára, Soffía og Finnur með Önnu hvolp.
Glösin voru í laginu eins og bein, og nammið dulbúið sem hundamatur... :)
Hrefna með "beinið" sitt. Eini gallinn við þessi annars frábæru
glös var að það var ekki skrúfgangur á milli helmingann þannig
að neðri parturinn fór beint á gólfið ef maður tók bara í efri partinn...
sem gerðist oftar en einu sinni hjá sumum... :)
Voða fín hunda-afmæliskaka.
Afmælisstúlkan sjálf! :)
Múgur og margmenni mætti til að syngja afmælissönginn, á tveimur
tungumálum að sjálfsögðu! :)
Restin af borðinu. Við það sitja þrjár vinkonur Sifjar, og svo Stefán og
Alma Hildur. Snorri (pabbi Sifjar) stendur og tekur myndir.
Svo kom að því að taka upp allar gjafirnar.
Mikil gleði þegar "aquapet" kom upp úr einum pakkanum... :)
Kátir gestir.
Allir fylgjast með.
Anna skoðar bókahilluna undir vökulu augu pabba.
"Ha, má ég ekki rífa og tæta?..." :)
Undir lokin var leikið "Finndu gjafakassann þinn" þar sem bundið var fyrir
augun á einum krakka og hinir krakkarnir reyndu að segja hvar kassinn væri.
Jennifer með Jesiggu sína.
Siggi með Jóhönnu sína.
Við Finnur og Anna vorum eftirlegu-kindur, og fengum í
verðlaun að spila nýja "dansspilið" hennar Sifjar. Markmiðið
er að fylgjast með örvunum á skjánum og setja fæturnar
á réttan stað á réttum tíma, sem getur verið nokkuð snúið!
Anna Sólrún að smakka á einhverju.
Baldur og Anna Sólrún með kex.
Snorri stórhættulegur í eldhúsinu að ganga frá og
Baldur hjálpar til.
Anna litla orðin pínkulítið æst.
Sem var ekki skrítið því kisa var mætt! :)
Kisa fékk örlítið að kenna á því, en ekki mikið því Anna Sólrún var ekki
mikið að koma við hana þótt hún gerði sig líklega til þess.
Kisan skoðuð.
Kisa tók þessu öllu hins vegar með stökustu ró...
Comments:
|